Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 19:17 Ragnar Eldur Linduson, íbúi í Vatnagörðum. Vísir/egill Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar brunakerfi fór í gang. Hann kippti sér ekki upp við það, kerfið hafði ítrekað farið í gang dagana á undan. „En svo tíu mínútum síðar, í þriðja sinn sem kerfið fer í gang, heyri ég einhvern öskra „eldur eldur“, hóstandi. Ég sprett á fætur á brókinni, opna dyrnar, og þá kemur svartur mökkur á móti mér. Ég sá ekki neitt, þannig að ég skellti hurðinni, dreif mig í föt. Setti á mig tóman bakpoka og rauk út,“ segir Ragnar. Skreið út sótsvartur Þegar út var komið fylgdist hann ásamt öðrum íbúum með eldinum ágerast. Það hafi verið mikill léttir þegar honum varð ljóst að allir hefðu komist heilir út. „Og við heyrum rúðuna springa hægra megin í húsinu. Og svo gossar risaeldur út úr herberginu. Við höfðum náttúrulega gríðarlegar áhyggjur af fólkinu því flestir voru sofandi þegar þetta gerðist fyrir níu. Og svo tuttugu mínútum eftir það sáum við strákinn sem var nýfluttur í herbergið vinstra megin, alveg úti í enda, hann skreið út um gluggann þar sem reykherbergið er. Hann var allur sótsvartur, með reyk í nefinu og allt.“ Ragnar segir flesta íbúana bíða eftir að komast í meðferð. Þeir séu því margir á slæmum stað og ástandið sé oft erfitt, eins og íbúar annars áfangaheimilis Betra lífs lýstu í fréttum í fyrra. Sjálfur hafi hann fengið morðhótanir frá sambýlingum. „Það er engin eftirfylgni, engir fundir eða slíkt. Enginn skiptir sér af fólkinu. Einn íbúinn, í herberginu við hliðina á mér, hann fannst látinn. Og var þá búinn að vera látinn í nokkra daga.“ Á botni listans Unnið er að því hörðum höndum að finna húsnæði fyrir íbúa Vatnagarða sem fyrst. Ragnar kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. „Við erum á botninum á listanum. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu og annarri þjónustu. Þannig að já, það mætti gera betur.“ Hvað ertu að borga í leigu? „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13
„Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu“ „Við sátum nú bara einfaldlega á fundi þegar rúðurnar sprungu og horfðum bara beint á þetta,“ segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, um það þegar eldur kviknaði í Vatnagörðum 18 í morgun. 17. febrúar 2023 11:57