Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 20:52 Sanna Magdalena Mörtudóttir er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Stöð 2/Bjarni Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan: Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan:
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13