„Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 12:30 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm „Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni. Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira
Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Sjá meira