„Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 21:29 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með góðan sigur á FH í kvöld Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. „Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“ Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
„Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“
Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46