Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:01 Kjaradeila SA og Eflingar er í algjörum hnút. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lítur nú í áttina til stjórnvalda. Vísir Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór.
„Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira