„Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Birgir Steinn Jónsson skoraði fimmtán mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi. Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira