Ekki refsað fyrir að minnast Atsu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 16:00 Mohammed Kudus og liðsfélagar hans í Ajax eftir að Kudus skoraði í gær. Hann slapp við spjald fyrir að fara úr liðstreyju sinni. Getty Dómari í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór á svig við reglurnar til að sýna því virðingu þegar Mohammed Kudus minntist síns gamla félaga Christian Atsu. Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira