Handbolti

Hafa ekki unnið Haukana á heimavelli í 88 mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson skorar fyrir Aftureldingu í fyrri leik liðanna í vetur.
Árni Bragi Eyjólfsson skorar fyrir Aftureldingu í fyrri leik liðanna í vetur. Vísir/Hulda Margrét

Afturelding tekur á móti Haukum í Olís deild karla í handbolta í Mosfellsbænum í kvöld en það er orðið langt síðan Haukarnir fóru stigalausir frá Varmá.

Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Afturelding hefur ekki náð að vinna deildarleik á móti Haukum á heimavelli síðan 12. október 2015.

Afturelding vann þá 24-23 sigur á Haukum en þjálfari Hauka í þeim leik var einmitt Gunnar Magnússon, núverandi þjálfari Aftureldingarliðsins.

Liðin hafa síðan mæst sjö sinnum í deild og einu sinni í úrslitakeppni í Mosfellsbænum og niðurstaðan eru eitt jafntefli og sjö Haukasigrar. Afturelding hefur ekki unnið einn af þessum leikjum og í kvöld verða því liðnir 88 mánuðir og 8 dagar frá síðasta heimasigri Aftureldingar á Haukum á Íslandsmóti karla í handbolta.

Afturelding vann 27-26 sigur á Haukum í fyrri leik liðanna í vetur en það var fyrsti deildarsigur Mosfellinga á Haukum síðan í febrúar 2020.

  • Síðustu átta deildarleikir Aftureldingar og Hauka að Varmá:
  • 2021-22: Jafntefli, 26-26
  • 2020-21: Haukar unnu með sex mörkum, 24-30
  • 2019-20: Haukar unnu með einu marki, 23-24
  • 2018-19: Haukar unnu með tveimur mörkum, 31-33
  • 2017-18: Haukar unnu með sjö mörkum, 25-32
  • 2016-17: Haukar unnu með einu marki, 32-33
  • 2016-17: Haukar unnu með átján mörkum, 17-35
  • 2015-16: Afturelding vann með einu marki, 24-23
  • Samtals:
  • 6 sigrar hjá Haukum
  • 1 jafntefli
  • 1 sigur hjá Aftureldingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×