Telur að félagsmenn samþykki verkbann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 19:12 Félagsmenn SA greiða nú atkvæði um tillögu stjórnar samtakanna um verkbann á félagsmenn Eflingar. Verði hún samþykkt hefst verkbannið 2. mars þ.e. ef deila samtakanna og Eflingar er enn óleyst þá. Vísir/Vilhelm Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í morgun að boða til atkvæðagreiðslu hjá öllum félagsmönnum sínum um boðun verkbanns á ríflega tuttugu þúsund félagsmenn Eflingar og lýkur henni á miðvikudag. Það var gert eftir að árangurslausum samningaviðræðum samtakanna og Eflingar var slitið hjá Ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir nýjustu vendingar í kjaradeilu SA og Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Með þessari atkvæðagreiðslu sem fór af stað í dag erum við í raun að segja að við ætlum að bera hönd yfir höfuð okkar á meðan að verkfallshrina Eflingar gengur yfir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Starfsfólki í 45 atvinnugreinum yrði meinað að vinna Verkbönn atvinnurekenda hafa verið fátíð hér á landi en á vef ASÍ um framkvæmd slíkrar aðgerðar kemur fram um hana gildi að flestu leyti sömu sjónarmið og um framkvæmd verkfalls. Vinna er ekki innt af hendi og laun ekki greidd. Verði tillaga um verkbannið samþykkt hefst það 2. mars og verður það um leið umfangsmesta aðgerð sinnar tegundar hér á landi og mun ná til starfsmanna í fjörutíu og fimm atvinnugreinum. Meðal starfsfólks sem verður þá meinað að vinna verður fiskvinnslufólk, starfsfólk veitinga-og gistihúsa, hópbifreiðarstjórar, ræstingarfólk, starfsmenn á bensínstöðvum og almennt iðnverkafólk. Telur að verkbann verði samþykkt Halldór Benjamín telur að verkbannið nái fram að ganga. „Verði verkbannið samþykkt sem ég geri ráð fyrir þá styrkir þetta aðeins stöðu okkar. Við afhendum ekki bara Eflingu dagskrárvald á íslenskum vinnumarkaði heldur getum við reynt að lágmarka það tjón sem þó verður,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig aðgerðin lágmarki tjón félagsmanna SA segir Halldór of snemmt að úttala sig um það. Aðspurður um hvort SA hafi reiknað út hversu kostnaðarsamar aðgerðir eins og verkbann og verkföll eru á móti kostnaðinum við að ganga að kröfum Eflingar svarar Halldór: „Við buðum Eflingu upp á Eflingarútfærslu fyrir Eflingarfólk um helgina. Vandinn er að til viðbótar við það voru fjöldamargar kröfur sem að önnur stéttarfélög hafa ekki komið með. Þær yrðu þess valdandi að við myndum fara langt út fyrir þann ramma sem markaður var í samskiptum okkar við félögin hjá SGS og verslunarmenn, iðnaðarmenn, blaðamenn, bankamenn eða alla okkar viðsemjendur þannig að svarið við því er að við getum því miður ekki brugðist trausti þessa fólks,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira