Körfubolti

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þrír bestu leikmenn að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.
Þrír bestu leikmenn að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn/Hulda Margrét

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Sævar var nokkuð fljótur að svara hverjir þrír bestu leikmenn deildarinnar væru þó hann hafi viljað bæta þeim fjórða við. Hann nefndi Vincent Shahid, leikmann Þórs Þorlákshafnar, og svo Vals-tvíeykið Kára Jónsson og Kristófer Acox.

„Styrmir Snær [Þrastarson] er þarna líka. Hann er að kroppa í þá, “ bætti Sævar við.

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna. Er hjartanlega sammála,“ sagði Örvar Þór. Þar á eftir nefndi hann einnig Styrmi Snæ og Hilmar Smára Henningsson.

Kjartan Atli ákvað svo að hann vildi líka fá að vera með:

„Shahid, hann er númer eitt. Það er mikil barátta um annað sætið í huganum á mér en ég ætla að setja Kára þangað. Set svo [Norbertas] Giga í þriðja. Hann er topp þrír leikmaður í deildinni.“

Áfram héldu þeir félagar að lista upp nöfn en Kjartan Atli setti Dedrick Basile í fimmta sætið og Kristófer í sjötta sæti.

Hér að neðan má sjá Framlenginguna í heild sinni. Einnig var farið yfir hvort Þór Þorlákshöfn væri meistarakandídat, hvað það þýðir fyrir körfuboltann á Austurlandi ef Höttur bjargar sér, hvort Njarðvík sé ekki lengur músin sem læðist og íslenska karlalandsliðið.

Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×