Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 22:12 Landsréttur sýknaði konuna af öllum ákæruliðum. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal. Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi konuna fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti í apríl í fyrra og dæmdi hana til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar. Þá var henni gert að greiða þremur stjúpbörnum sínum samanlagt 22 milljónir króna. Konunni var meðal annars gefið að sök að hafa misnotað stjúpbörnin þrjú til nauðungarvinnu fyrir fyrirtæki þar sem hún starfaði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri. Hún hafi látið börnin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag og nýtt laun þeirra, samtals ríflega sextán milljónir, að mestu í eigin þágu. Í ákæru var tekið fram að hún væri gift föður barnanna og hefði útvegað þeim dvalarleyfi hér á landi, flutt þau hingað til lands, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. Ekki talin útvega fórnarlömb mansals í skilningi laganna Í dómi Landsréttar segir að verknaðarþáttur þess mansalsákvæðis almennra hegningarlaga, sem konan var ákærð fyrir, felist í því að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára. Sakargiftir á hendur konunni samkvæmt ákæru taki að þessu leyti til þess að hún hafi útvegað stjúpbörnum sínum dvalarleyfi á Íslandi, flutt þau til landsins, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. „Sá verknaðarþáttur mansals að „útvega“ felst í því að útvega fórnarlömb til mansals. Í ákæru er útvegun bundin við að útvega dvalarleyfi og fellur þar með ekki að efnislýsingu ákvæðisins. Það sama á við um að útvega börnunum vinnu,“ segir í dómi Landsréttar. Sameiginleg ákvörðun að flytja börnin til landsins Þá segir að eftir standi verknaðarþættirnir að flytja börnin til landsins og að hýsa þau. Konan hafi alfarið hafnað því að hún hafi flutt börnin hingað til lands í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Það hafi einfaldlega verið sameiginleg ákvörðun hennar og föður barnanna að flytja til Íslands í þeirri von að hér biði þeirra betra líf en og að ekkert saknæmt hafi búið þar að baki. Í dóminum segir að framburður föðurins í héraði og fyrir Landsrétti hafi rennt stoðum undir þessa málsvörn ákærðu og því teldist ósannað að hún hefði haft ásetning til að flytja börnin til landsins í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Þá segir að ákvörðun konunnar og eiginmanns hennar um að flytja til Íslands með börn sín hafi verið grundvölluð á því að högum fjölskyldunnar yrði betur borgið hér en í heimalandi þeirra. Skömmu eftir komu hingað til lands hafi börnin hafið skólagöngu og ekkert bendi til annars en að hún hafi gengið vel, ástundun þeirra hafi verið góð og engin vandamál komið upp. Þá yrði ekki annað séð en að allur aðbúnaður barnanna á heimili þeirra hafi verið með ágætum. Við þessar aðstæður sé vandséð hvernig konan á að hafa hýst börnin þannig að varði við mansalsákvæði hegningarlaga. Launin fóru í húsnæði fyrir fjölskylduna Í dómi Landsréttar er því slegið föstu að börnin hafi unnið mikinn hluta þess tíma sem ákæran tekur til og að fyrir liggi að launum barnanna hafi verið ráðstafað til byggingar íbúðarhúss í heimalandi fjölskyldunnar. „Um þann þátt málsins er í ljós leitt að ákærða og eiginmaður hennar, faðir brotaþola, tóku sameiginlega ákvörðun um að húsið skyldi byggt og hvernig það yrði fjármagnað. Þá var út frá því gengið að þau yrðu bæði eigendur hússins,“ segir í dóminum. Ekki sé unnt að slá því föstu að það muni ekki ganga eftir og fyrir liggi í málinu með vitnisburði föður barnanna að íbúðarhús hefur verið reist á umræddri lóð. Að lokum segir að þegar öll málsatvik eru metin heildstætt og að virtum meginreglum sakamálaréttarfars sé varhugavert að telja fram komna sönnun þess að konan hafi gerst sek um mansal. Með dómi Landsréttar var konan sýknuð af öllum ákærum og einkaréttarkröfum stjúpbarna hennar vísað frá dómi. Allur málskostnaður, ríflega tíu milljónir króna, fellur á ríkissjóð. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi konuna fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti í apríl í fyrra og dæmdi hana til fjögurra ára óskilorðsbundinnar refsingar. Þá var henni gert að greiða þremur stjúpbörnum sínum samanlagt 22 milljónir króna. Konunni var meðal annars gefið að sök að hafa misnotað stjúpbörnin þrjú til nauðungarvinnu fyrir fyrirtæki þar sem hún starfaði sem verkstjóri og stýrði daglegum rekstri. Hún hafi látið börnin vinna allt að þrettán klukkustundir á dag og nýtt laun þeirra, samtals ríflega sextán milljónir, að mestu í eigin þágu. Í ákæru var tekið fram að hún væri gift föður barnanna og hefði útvegað þeim dvalarleyfi hér á landi, flutt þau hingað til lands, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. Ekki talin útvega fórnarlömb mansals í skilningi laganna Í dómi Landsréttar segir að verknaðarþáttur þess mansalsákvæðis almennra hegningarlaga, sem konan var ákærð fyrir, felist í því að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingi yngri en 18 ára. Sakargiftir á hendur konunni samkvæmt ákæru taki að þessu leyti til þess að hún hafi útvegað stjúpbörnum sínum dvalarleyfi á Íslandi, flutt þau til landsins, hýst þau og útvegað þeim vinnu hjá fyrirtækinu. „Sá verknaðarþáttur mansals að „útvega“ felst í því að útvega fórnarlömb til mansals. Í ákæru er útvegun bundin við að útvega dvalarleyfi og fellur þar með ekki að efnislýsingu ákvæðisins. Það sama á við um að útvega börnunum vinnu,“ segir í dómi Landsréttar. Sameiginleg ákvörðun að flytja börnin til landsins Þá segir að eftir standi verknaðarþættirnir að flytja börnin til landsins og að hýsa þau. Konan hafi alfarið hafnað því að hún hafi flutt börnin hingað til lands í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Það hafi einfaldlega verið sameiginleg ákvörðun hennar og föður barnanna að flytja til Íslands í þeirri von að hér biði þeirra betra líf en og að ekkert saknæmt hafi búið þar að baki. Í dóminum segir að framburður föðurins í héraði og fyrir Landsrétti hafi rennt stoðum undir þessa málsvörn ákærðu og því teldist ósannað að hún hefði haft ásetning til að flytja börnin til landsins í þeim tilgangi að misnota þau til nauðungarvinnu. Þá segir að ákvörðun konunnar og eiginmanns hennar um að flytja til Íslands með börn sín hafi verið grundvölluð á því að högum fjölskyldunnar yrði betur borgið hér en í heimalandi þeirra. Skömmu eftir komu hingað til lands hafi börnin hafið skólagöngu og ekkert bendi til annars en að hún hafi gengið vel, ástundun þeirra hafi verið góð og engin vandamál komið upp. Þá yrði ekki annað séð en að allur aðbúnaður barnanna á heimili þeirra hafi verið með ágætum. Við þessar aðstæður sé vandséð hvernig konan á að hafa hýst börnin þannig að varði við mansalsákvæði hegningarlaga. Launin fóru í húsnæði fyrir fjölskylduna Í dómi Landsréttar er því slegið föstu að börnin hafi unnið mikinn hluta þess tíma sem ákæran tekur til og að fyrir liggi að launum barnanna hafi verið ráðstafað til byggingar íbúðarhúss í heimalandi fjölskyldunnar. „Um þann þátt málsins er í ljós leitt að ákærða og eiginmaður hennar, faðir brotaþola, tóku sameiginlega ákvörðun um að húsið skyldi byggt og hvernig það yrði fjármagnað. Þá var út frá því gengið að þau yrðu bæði eigendur hússins,“ segir í dóminum. Ekki sé unnt að slá því föstu að það muni ekki ganga eftir og fyrir liggi í málinu með vitnisburði föður barnanna að íbúðarhús hefur verið reist á umræddri lóð. Að lokum segir að þegar öll málsatvik eru metin heildstætt og að virtum meginreglum sakamálaréttarfars sé varhugavert að telja fram komna sönnun þess að konan hafi gerst sek um mansal. Með dómi Landsréttar var konan sýknuð af öllum ákærum og einkaréttarkröfum stjúpbarna hennar vísað frá dómi. Allur málskostnaður, ríflega tíu milljónir króna, fellur á ríkissjóð. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira