Veður

Fremur hæg breyti­leg átt en hvessir víða í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður yfirleitt á bilinu núll til sjö stig.
Frost á landinu verður yfirleitt á bilinu núll til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Það verður fremur hæg breytileg átt framan af degi og stöku él, en það fer að snjóa austanlands þegar líður á morguninn.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að frost verði yfirleitt á bilinu núll til sjö stig.

Fram kemur að síðdegis snúist í norðvestan kalda eða stinningskalda, en í kvöld megi búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustan- og austantil á landinu og þá dragi úr ofankomu á þeim slóðum.

„Það verður úrkomulítið víðast hvar í fyrramálið og það dregur úr vindi. Seinnipartinn á morgun nálgast hins vegar næsta lægð, þá snýst í sunnan 5-13 m/s og það hlýnar með rigningu eða snjókomu um landið sunnan- og vestanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en norðvestan 10-18 austast á landinu fram eftir degi. Þurrt að kalla og frost 0 til 9 stig. Snýst í suðaustan og sunnan 5-13 seinnipartinn og hlýnar með snjókomu eða rigningu sunnan- og vestanlands.

Á fimmtudag: Vestan og suðvestan 8-15 og skúrir eða él, en úrkomulítið suðaustanlands. Hægari vindur síðdegis. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á föstudag: Vaxandi sunnanátt og súld eða rigning með köflum, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 9 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Ákveðin sunnanátt og væta með köflum, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×