Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 18:01 Stjórnvöld vörðu 450 milljörðum í mótvægisaðgerðir vegna Covid. Vísir/Vilhelm Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira