Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 14:31 Íbúar hafa margir mótmælt fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðinni sem hefur verið notuð sem sleðabrekka á veturna. Vísir/Anton Brink Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Nokkrar deilur hafa staðið um Gunnarsbrekku síðustu vikurnar þar sem fyrirhugað er að reisa tvíbýlishús. Lóðin stendur við Laugarásveg 59 og er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Sjálfstæðismenn í ráðinu höfðu áður lagt fram tillögu um að þar yrði settur upp minnisvarði um Gunnar á lóðinni en íbúar í hverfinu hafa margir mótmælt fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum og vísað í að túnið nýtist sem sleðabrekka fyrir börn á veturna og nýtur hún mikilla vinsælda sem slík. Frekar í Viðey, fjölsóttum ferðamannastað Tillaga Sjálfstæðismanna um minnisvarðann var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu segja að þar hafi verið merkur rithöfundur sem hafi markað djúp spor í íslenska bókmenntasögu. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi.Rithöfundasambandið „Reykjavíkurborg hefur haldið minningu hans á lofti með myndarlegum hætti. Borgin festi kaup á húsi skáldsins að Dyngjuvegi 8 árið 1991, fól það síðar Rithöfundasambandinu til afnota og að lokum fullrar eignar á menningarnótt 2012. Gunnarshús stendur því sem glæsilegur minnisvarði um höfundinn. Það er hins vegar vel viðeigandi, nú á fimmtíu ára ártíð Gunnars Gunnarssonar, að huga að því að rifja upp lífsstarf Gunnars og eiginkonu hans Franziscu Gunnarsdóttur, sem hvíla í Viðeyjarkirkjugarði. Töldu hjónin að sá garður væri jafnhelgur kaþólsku fólki og lútersku, en þau voru sitthvorrar trúarinnar. Lagt er til að Borgarsögusafni verði falið að leggja mat á hvort tilefni sér til að koma upp söguskilti um Gunnar og Franziscu í Viðey,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Enn fremur segir að fulltrúar samstarfsflokkanna séu sammála því markmiði tillögunnar að nýta hálfrar aldar ártíð Gunnars Gunnarssonar til að halda minningu skáldsins og Franziscu konu hans á lofti. „Betur færi þó á því að gera það á fjölsóttum ferðamannastað á borð við Viðey, þar sem hjónin hvíla, en í miðju íbúðahverfi þar sem mun færri ættu leið um,“ segir í bókuninni. Áform eru uppi um að reisa tvíbýlishús á lóðinni sem er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Vísir/Anton Brink Verið að rjúfa gamalt samkomulag Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust á fundinum gegn breytingartillögu Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um málið um að minnismerki um Gunnar verði frekar komið upp í Viðey. „Sjálfsagt er að setja upp söguskilti um skáldið í Viðey en það er annað mál. Markmið breytingartillögu meirihlutans er greinilega að búa frekar í haginn fyrir uppbyggingu á Gunnarstúni í andstöðu við íbúa, stofnanir og íbúasamtök, sem hafa tjáð sig um málið. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum og andstöðu við þær hugmyndir, sem uppi eru, um að reisa íbúðarhús á Gunnarstúni. Túnið er vinsælt leiksvæði barna og unglinga í hverfinu, ekki síst sem sleðabrekka að vetri. Hugmyndir um að byggja á svæðinu ganga í berhögg við vaxandi skilning og viðurkenningu á þýðingu grænna útivistarsvæða inni í hverfum, sem m.a. kemur fram í nýrri borgarhönnunarstefnu. Undirskriftalisti með nöfnum 432 íbúa hefur verið lagður fram þar sem andstöðu er lýst við umrædd byggingaráform meirihluta borgarstjórnar á túninu og óskað eftir því að það verði verndað. Þá mælir Stofnun Gunnars Gunnarssonar eindregið gegn því að Reykjavíkurborg rjúfi gamalt samkomulag um að ekki skuli byggt á umræddri lóð,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í ráðinu. Saga húss og lóðar samofin Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg hefur verið samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarssonar skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarásvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Lóðin er nú í eigu Reykjavíkurborgar eftir að afkomendur Gunnars afsöluðu borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi, þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Bókmenntir Menning Viðey Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Nokkrar deilur hafa staðið um Gunnarsbrekku síðustu vikurnar þar sem fyrirhugað er að reisa tvíbýlishús. Lóðin stendur við Laugarásveg 59 og er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Sjálfstæðismenn í ráðinu höfðu áður lagt fram tillögu um að þar yrði settur upp minnisvarði um Gunnar á lóðinni en íbúar í hverfinu hafa margir mótmælt fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum og vísað í að túnið nýtist sem sleðabrekka fyrir börn á veturna og nýtur hún mikilla vinsælda sem slík. Frekar í Viðey, fjölsóttum ferðamannastað Tillaga Sjálfstæðismanna um minnisvarðann var tekin fyrir á fundi ráðsins síðastliðinn föstudag. Fulltrúar meirihlutans í ráðinu segja að þar hafi verið merkur rithöfundur sem hafi markað djúp spor í íslenska bókmenntasögu. Gunnar og kona hans Francizka í Gunnarshúsi.Rithöfundasambandið „Reykjavíkurborg hefur haldið minningu hans á lofti með myndarlegum hætti. Borgin festi kaup á húsi skáldsins að Dyngjuvegi 8 árið 1991, fól það síðar Rithöfundasambandinu til afnota og að lokum fullrar eignar á menningarnótt 2012. Gunnarshús stendur því sem glæsilegur minnisvarði um höfundinn. Það er hins vegar vel viðeigandi, nú á fimmtíu ára ártíð Gunnars Gunnarssonar, að huga að því að rifja upp lífsstarf Gunnars og eiginkonu hans Franziscu Gunnarsdóttur, sem hvíla í Viðeyjarkirkjugarði. Töldu hjónin að sá garður væri jafnhelgur kaþólsku fólki og lútersku, en þau voru sitthvorrar trúarinnar. Lagt er til að Borgarsögusafni verði falið að leggja mat á hvort tilefni sér til að koma upp söguskilti um Gunnar og Franziscu í Viðey,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Enn fremur segir að fulltrúar samstarfsflokkanna séu sammála því markmiði tillögunnar að nýta hálfrar aldar ártíð Gunnars Gunnarssonar til að halda minningu skáldsins og Franziscu konu hans á lofti. „Betur færi þó á því að gera það á fjölsóttum ferðamannastað á borð við Viðey, þar sem hjónin hvíla, en í miðju íbúðahverfi þar sem mun færri ættu leið um,“ segir í bókuninni. Áform eru uppi um að reisa tvíbýlishús á lóðinni sem er að finna fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg. Vísir/Anton Brink Verið að rjúfa gamalt samkomulag Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust á fundinum gegn breytingartillögu Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna um málið um að minnismerki um Gunnar verði frekar komið upp í Viðey. „Sjálfsagt er að setja upp söguskilti um skáldið í Viðey en það er annað mál. Markmið breytingartillögu meirihlutans er greinilega að búa frekar í haginn fyrir uppbyggingu á Gunnarstúni í andstöðu við íbúa, stofnanir og íbúasamtök, sem hafa tjáð sig um málið. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum og andstöðu við þær hugmyndir, sem uppi eru, um að reisa íbúðarhús á Gunnarstúni. Túnið er vinsælt leiksvæði barna og unglinga í hverfinu, ekki síst sem sleðabrekka að vetri. Hugmyndir um að byggja á svæðinu ganga í berhögg við vaxandi skilning og viðurkenningu á þýðingu grænna útivistarsvæða inni í hverfum, sem m.a. kemur fram í nýrri borgarhönnunarstefnu. Undirskriftalisti með nöfnum 432 íbúa hefur verið lagður fram þar sem andstöðu er lýst við umrædd byggingaráform meirihluta borgarstjórnar á túninu og óskað eftir því að það verði verndað. Þá mælir Stofnun Gunnars Gunnarssonar eindregið gegn því að Reykjavíkurborg rjúfi gamalt samkomulag um að ekki skuli byggt á umræddri lóð,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í ráðinu. Saga húss og lóðar samofin Saga hússins og lóðanna tveggja við Dyngjuveg og Laugarásveg hefur verið samofin. Húsið við Dyngjuveg og lóðin var áður í eigu Gunnars Gunnarssonar skálds en með lóðarleigusamningi sem var gerður árið 1951 var honum veittur afnotaréttur yfir lóðinni á Laugarásvegi 59. Samningurinn var meðal annars bundinn þeirri kvöð að óheimilt væri að reisa byggingar á lóðinni nema með sérstöku leyfi bæjarstjórnar og að samningurinn væri í gildi á meðan Gunnar, ekkja og börn hans byggju þar. Lóðin er nú í eigu Reykjavíkurborgar eftir að afkomendur Gunnars afsöluðu borgarsjóði Reykjavíkur alla fasteignina Dyngjuvegi 8 og öllu sem eigninni fylgdi, þar með talið leigulóðarréttindum. Reykjavíkurborg gaf svo Rithöfundasambandi Íslands húsið að Dyngjuvegi 8 og afnot af lóðinni, en þó aðeins að Dyngjuvegi 8.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Bókmenntir Menning Viðey Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira