„Látið líta út fyrir að maður sé með dauðagildru“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 19:29 Frá vettvangi brunans á föstudag. Pétur Örn Pétursson Eigandi áfangaheimilisins Betra líf, þar sem eldur kviknaði á föstudag, segir athugasemdir slökkviliðs um verulega annmarka á brunakerfi ekki eiga við nein rök að styðjast. Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum. Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum.
Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira