Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir nú fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsleikunum samkvæmt skráningu hennar hjá CrossFit samtökunum. Instagram/@katrintanja Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta. Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira
Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Sjá meira