Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:31 Tryggvi Snær Hlinason í baráttu við Sebastian Saiz og Willy Hernangomez í útileik Íslands gegn Spáni sem Spánverjar unnu af öryggi. Þeir eru hins vegar ekki með sitt sterkasta lið á Íslandi. EPA-EFE/Jesus Diges Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Sjá meira
Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum