Býst við allt að þrjú þúsund börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 11:40 Þessar stúlkur voru mættar í öskudagsgírnum í Kringluna í morgun. Vísir/Sigurjón Öskudagurinn er í dag og víða stendur mikið til. Dagurinn er sá skemmtilegasti á árinu í Kringlunni, að sögn markaðsstjóra sem býst við þúsundum barna í verslunarmiðstöðinni í dag. Verslanir og fyrirtæki landsins taka í dag á móti syngjandi barnahópum í búningum - sem búast við sælgæti að launum. Sá háttur verður sannarlega hafður á í Kringlunni í dag, að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra. „Við búumst við miklu lífi og fjöri í húsinu. Þegar fer að nálgast hádegi og upp úr hádegi, þá verður mikið gaman. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins fyrir marga, ekki síður þá sem starfa í verslunum. Við hvetjum verslunareigendur til að taka vel á móti börnunum, þetta eru framtíðarviðskiptavinir. Og svo pössum við í Kringlunni upp á að birgðirnar séu nægar, erum með nammibirgðastöð í þjónustuveri, svo verslanir geta þá leitað til okkar,“ segir Baldvina. „Ég sé einmitt einn eiganda hérna labba með tunnu af nammi inn í verslun sína.“ Baldvina býst við allt að þrjú þúsund, syngjandi börnum í Kringluna í dag. Og fyrstu barnahóparnir voru þegar byrjaðir að þenja raddböndin fyrir hádegi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í Kringlunni klukkan tvö í dag og þá verður frítt í bíó fyrir börnin klukkan hálf tvö. Í Smáralind er boðið upp á myndabás eftir hádegi og afslátt af leikjakortum - og þá hefur vitanlega verið þétt dagskrá á Glerártorgi á Akureyri, höfuðvígi öskudagsins; verðlaunaafhending söngva- og búningakeppni var nú klukkan 12 og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið. Öskudagur Kringlan Reykjavík Krakkar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Verslanir og fyrirtæki landsins taka í dag á móti syngjandi barnahópum í búningum - sem búast við sælgæti að launum. Sá háttur verður sannarlega hafður á í Kringlunni í dag, að sögn Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra. „Við búumst við miklu lífi og fjöri í húsinu. Þegar fer að nálgast hádegi og upp úr hádegi, þá verður mikið gaman. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins fyrir marga, ekki síður þá sem starfa í verslunum. Við hvetjum verslunareigendur til að taka vel á móti börnunum, þetta eru framtíðarviðskiptavinir. Og svo pössum við í Kringlunni upp á að birgðirnar séu nægar, erum með nammibirgðastöð í þjónustuveri, svo verslanir geta þá leitað til okkar,“ segir Baldvina. „Ég sé einmitt einn eiganda hérna labba með tunnu af nammi inn í verslun sína.“ Baldvina býst við allt að þrjú þúsund, syngjandi börnum í Kringluna í dag. Og fyrstu barnahóparnir voru þegar byrjaðir að þenja raddböndin fyrir hádegi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni í Kringlunni klukkan tvö í dag og þá verður frítt í bíó fyrir börnin klukkan hálf tvö. Í Smáralind er boðið upp á myndabás eftir hádegi og afslátt af leikjakortum - og þá hefur vitanlega verið þétt dagskrá á Glerártorgi á Akureyri, höfuðvígi öskudagsins; verðlaunaafhending söngva- og búningakeppni var nú klukkan 12 og kötturinn sleginn úr tunnunni í kjölfarið.
Öskudagur Kringlan Reykjavík Krakkar Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira