Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ segir Alyse. Instagram Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“ Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“
Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“