Gerir ráð fyrir að stefna Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 19:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. vísir/egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gerir ráð fyrir því að stefna stéttarfélaginu Eflingu fyrir Félagsdóm á morgun þar sem Efling hefur ekki boðað næstu verkfallsaðgerðir með réttum hætti. Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta sagði Halldór Benjamín í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skömmu fyrr var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar með um 94 prósent greiddra atkvæða. Það hefst að óbreyttu 2. mars og munu þá rúmlega 20 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins ekki sækja vinnu, fá greidd laun eða önnur réttindi á meðan banninu stendur. „Ég lít á þetta sem algjöra nauðvörn í þessari hörðu kjaradeilu og lít svo á að við séum með þessu að bera hönd fyrir höfuð okkar og okkar félagsmenn,“ segir Halldór Benjamín. Viðtalið við hann hefst þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af fréttinni: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tilkynnti í dag að beðið verði með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstaða um verkbann SA liggi fyrir. Verkfallsboðun félagsmanna Eflingar í öryggisgæslu, hjá ræstingarfyrirtækjum og hótelstarfsfólks, sem til stóð að hefjist 28. febrúar, barst ekki ríkissáttasemjara og SA með lögbundnum sjö daga fyrirvara. Halldór var spurður hvort SA þurfi að ráðast í verkbann í ljósi þess að Efling hafi ákveðið að fresta næstu verkfallsboðun. „Þau hafa ekki ákveðið að fresta boðun, þau einfaldlega boðuðu þessi verkföll með röngum hætti. Þau hafa ekki afhent Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara þau gögn sem eru tilskilin og ef þau halda sig við þessa lagatúlkun þá geri ég ráð fyrir að við munum stefna þeim fyrir félagsdóm strax á morgun,“ sagði Halldór Benjamín að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53 Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segja næstu verkfallsboðun Eflingar ekki koma til framkvæmda Samtök atvinnulífsins segja Eflingu ekki hafa staðið rétt að verkfallsboðun og samtökunum hafi ekki borist tilkynning um verkfallið sem hefði átt að hefjast 28. febrúar. Verkfallið hafi ekki verið boðað með lögbundnum sjö sólarhringa fyrirvara og komi því ekki til framkvæmda. 22. febrúar 2023 12:53
Efling ákvað að bíða með næstu verkfallsboðun Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að bíða með að tilkynna um næstu verkfallsaðgerðir þar til niðurstöður liggi fyrir hjá Samtökum atvinnulífsins um verkbann gagnvart félagsmönnum Eflingar. 22. febrúar 2023 13:31