Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 13:45 Félagsmenn Eflingar klæddust margir hverjir gulum vestum og settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í göngunni. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33