„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 23:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira