„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 23:30 Bruno í leik kvöldsins. EPA-EFE/Adam Vaughan Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira