„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 23:30 Bruno í leik kvöldsins. EPA-EFE/Adam Vaughan Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira
Fyrri leik liðanna, sem fór fram á Nývangi í Katalóníu, lauk með 2-2 jafntefli og því allt galopið fyrir leik kvöldsins. Bruno fékk dæmda á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Robert Lewandowski skoraði úr þrátt fyrir að David De Gea næði að slæma hendi í knöttinn. Í síðari hálfleik skoruðu hins vegar Brasilíumennirnir Fred og Antony sem kom Man Utd 2-1 yfir og reyndust það lokatölur. „Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar. Stuðningsfólkið stóð við bakið á okkur og ýtti okkur áfram á erfiðum augnablikum. Það skóp þessa frábæru endurkomu. Þetta voru frábær úrslit en við eigum mikilvægan leik á sunnudaginn,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. „Ekkert sem ég segi núna mun breyta því en mér fannst ekki mikið vera í þessu. Báðir að reyna komast í góða stöðu, báðir að nota hendurnar en svona er þetta. Ég vil ekki tjá mig of mikið. Dómararnir hafa alltaf rétt fyrir sér og get ekkert gert í þessu núna,“ sagði Fernandes um vítaspyrnudóminn. Do you agree with this penalty call on Bruno Fernandes? pic.twitter.com/CqZjNWhoQj— ESPN UK (@ESPNUK) February 23, 2023 „Stuðningsfólkið hefur alltaf verið með okkur á erfiðum augnablikum. Við höfum spilað vel á þessari leiktíð því þau eru alltaf við bakið á okkur en þetta er eitthvað annað. Þú getur fundið að það er eitthvað sérstakt á milli okkar og þeirra hér á Old Trafford. Þess vegna náðum við í þessi úrslit.“ „Þegar við skoruðum strax í upphafi seinni hálfleiks vissi ég að þau myndu standa þétt við bakið á okkur,“ sagði Fernandes að endingu en hann lagði upp jöfnunarmark Man United í leiknum. Leikmenn liðsins fá ekki langan tíma til að jafna sig því á sunnudag mætir liðið Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Sjá meira