„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 11:38 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu. Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu. Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu.
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“