Tilkynning um hótunina barst lögreglu um klukkan tíu en þá höfðu starfsmenn rýmt húsið. Um eitt hundrað starfa í ráðhúsinu samkvæmt frétt Víkurfrétta, sem greindu fyrst frá. Þar segir að hótunin hafi verið skrifuð á ensku.
Þetta staðfestir Sölvi Rafn Rafnsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Vegna innhalds póstsins telji lögreglan hótunina ekki trúverðuga. Samt sem áður hafi sérsveit ríkislögreglustjóra verið kölluð til og leitar hún nú af sér allan grun í húsinu með aðstoð sprengjuleitarhundar.
Að sögn Sölva mun lögregla rannsaka hvaðan sprengjuhótunin barst.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.