Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 80-78 | Dramatískur sigur Fjölnis í spennutrylli Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. febrúar 2023 21:00 Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis. Vísir/Hulda Margrét Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í 22. umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Fjölniskonur, leiddar af stjörnutöktum Brittany Dinkins, að taka forskotið snemma í seinni hálfleik og halda því til leiksloka, lokatölur 80-78. Leikurinn var jafn til að byrja með en liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta. Fjölnir tók uppkastið en það var Hulda Björk sem hóf stigasöfnun gestanna frá Grindavík. Hvorugt liðanna náði að byggja upp tveggja körfu forskot sem hélt spennu í leiknum. Fljótlega varð ljóst að öll sókn í liði Fjölnis mundi fara í gegnum stjörnuleikmanninn Brittany Dinkins sem keyrði ítrekað á vörn Grindavíkur og mátti heyrast í henni kalla skipanir og leikskipulag til liðsfélaga sinna. Þvert á móti voru Grindavíkurkonur að spila sem sterk liðsheild og flæddi boltinn vel á milli þeirra. Liðsheildin skilaði sínu og enduðu Grindavíkurkonur leikhlutann yfir, 20-23. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum og voru liðin dugleg að skiptast á að vera með forskot. Brittany Dinkins byrjaði að láta verulega til sín taka, var sterk í keyrslum upp völlinn og tók ítrekað boltann alla leið úr vörn í sókn á ofurhraða. Sóknarkraftar Dinkins mættu varnarstyrkleika Amanda Okodugha sem gerði vel í liði Grindavíkur með því að verja körfuna og taka fráköst. Danielle Rodriguez kólnaði og náðu því heimakonur forskotinu með nokkrar mínútur í hálfleik. Lítið var milli liðanna en ef Grindavíkurkonur unnu fyrsta leikhlutann þá unnu Fjölniskonur næsta. Þó voru Fjölniskonur að nýta færin sín betur og voru með 45% nýtingu í fyrri hálfleik gegn 37% hjá Grindavík. Mesti hitinnn var þó á hliðarlínunni þar sem rifrildi beggja þjálfarana við dómarann bjó til gott drama fyrir áhorfendur. Staðan í hálfleik, 39-36 heimakonum í vil. Heimakomur komu sterkari út úr búningsklefanum eftir leikhlé og létu strax til sín taka. Brittany Dinkins setti fyrstu körfu seinni hálfleiks og var hún rétt að byrja. Stjörnuleikmaður Grindavíkur, Danielle Rodriguez, hótaði að vakna til leiks með snyrtilegum stigum en kólnaði hratt gegnum þriðja leikhluta. Körfurnar flugu inn hjá heimakonum og náðu þær að byggja upp 7 stiga forskot um mið þriðja leikhluta, stærsta forskotið í leiknum enn sem komið var. Þjálfarar og áhorfendur voru ekki sammála um margt nema það að dómgæslunni væri ábótavant og voru þau dugleg að láta dómarana vita hvað þeim fannst. Dómararnir voru ekki lengi að minna á hverjir væru með völdin og fékk Kristjana þjálfari Fjölnis tæknivillu fyrir að vera aðeins of áköf í gagnrýni sinni. Það kom þó ekki að sök þar sem lið hennar endaði þriðja leikhluta með naumt forskot, 60-58. Það var spenna í loftinu við upphaf lokaleikhlutans en bæði liðin voru með sigurséns. Það voru þó heimakonur sem voru að gefa fleiri merki um að þær væru að stefna á sigur og kom það að mestu leyti fram í gegnum stjörnutakta Brittany Dinkins. Bandaríkjakonan hélt áfram að spila á vörn Grindavíkur sem gátu ekki haldið í hana. Var henni vel fagnað í Dalhúsum eftir ítrekuð tilþrif sem ýttu henni yfir 30 stiga múrinn í leiknum. Það var þó spenna þar til á lokasekúndum en þá nýtti Þorleifur þjálfari Grindavíkur tvö leikhlé til að stilla í kerfi. Var allt í einu þriggja stiga munur og Grindavík í sókn, boltinn endaði hjá besta leikmanni þeirra í vetur, Danielle Rodriguez, sem keyrði á körfuna og sótti brotið. Tvö stig í boði en Grindavíkurkonur vissu að þær þurftu þrjú. Hún setti fyrsta vítið og klúðraði öðru viljandi til að reyna fá tveggja stiga skot fyrir lið sitt. Það voru þó Fjölniskonur sem enduðu með boltann og þar með voru úrslitin ljós, spennandi leikur sem aldrei varð ójafn, en heimaliðið í Fjölni náði að sigla sigrinum heim eftir sterkan seinni hálfleik og stjörnuleik hjá Brittany Dinkins, lokatölur 80-78. Af hverju vann Fjölnir? Fjölniskonur voru ákafari og virtust vilja sigurinn meira. Það heyrðist meira í þeim bæði inn á velli og á hliðarlínunni og voru þær baráttuglaðari og spiluðu með meiri ástríðu. Þær virtust vera með leikplan sem nýtti helsta styrkleika þeirra, Brittany Dinkins, og lokuðu á helstu ógn Grindavíkur, Danielle Rodriguez. Nýting heimaliðsins var mun betri, eða 46%, en hjá Grindavíkurkonum sem nýttu aðeins 37% skotanna sinna. Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður vallarins var án efa Brittany Dinkins. Lið Grindavíkur átti engin svör við stjörnutöktum hennar en hún réði ríkjum á báðum hliðum vallarins, með fjölmargar keyrslur þvert upp völlinn. Í hennar fimmta leik fyrir liðið setti hún 30 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Áhrif hennar birtast þó ekki einungis í tölfræði en liðstjórnarhæfileikar hennar bæði í spili og spjalli hafa haft verulega áhrif á lið hennar frá því að hún kom. Er hún fljótt að verða ein af bestu leikmönnum deildarinnar. Hvað gekk illa? Í liði Grindavíkur náði Danielle Rodriguez ekki að láta til sín taka og virtist oft týnd á vellinum. Gestirnir náðu ekki að stöðva hlaup Brittany Dinkins og þrátt fyrir varnarstyrkleika Amanda Okodugha og margar flottar liðsóknir náðu Grindavíkurkonur ekki að setja jafn mörg stig með liðsframmistöðu og Fjölnir náði með einstaklingsframtak Dinkins. Hvað gerist næst? Grindavíkurkonur fara svekktar frá borði en verða að ná einbeitingunni fjótt aftur því þær eiga stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð. Eftir þennan ósigur verður liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum um umspilssæti. Tímabilið hjá Fjölni er að renna sitt skeið en þær sitja þægilega í 6 sæti deilarinnar og virðist stefna í að þær endi tímabilið í því sæti. Fjölniskonur mæta botnliði ÍR í næsta leik. Við vorum góðar í 37 mínútur Kristjana Eir Jónsdóttir var afar kát eftir nauman sigur gegn Grindavík í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. „Ég er mjög sátt, við vorum góðar í 37 mínútur í þessum leik.“ Brittany Dinkins fór á kostum í leiknum og setti 30 stig í sínum fyrsta leik, hvað finnst þjálfaranum um frammistöðu stjörnuleikmannsins síns, er hún komin í topp leikform? „[Ég er] mjög ánægð með frammistöðu hennar og með frammistöðu allra leikmannanna sem komu inn á í kvöld. Hún er alls ekki komin í topp leikform en hún er nógu góð eins og staðan er núna og á bara eftir að verða betri. Simone gerir líka hrikalega vel í kvöld, hún nær í tvennu og svo kemur Heiður með eitthvað tröllablokk sem á heima í tilþrifum ársins.“ Kristjana ræddi fyrir leik um hversu mikilvægt væri að stoppa Danielle Rodriguez í liði Grindavíkur, hvernig fannst henni ganga að stöðva hana? „Það sem við lögðum upp með gekk almennt, við vissum að þær myndu setja erfiðu skotin og að Dani myndi fara og gera eitthvað en við náðum að stoppa hana nógu mikið til að ná í sigur og það er það sem skiptir máli.“ Það var hiti á hliðarlínunni nær allan leikinn og mátti heyrast í rifrildum milli þjálfarateymanna og dómara kvöldins margoft, hvað fannst Kristjönu um dómgæsluna? „Heilt yfir góðir, ég fæ þarna tæknivillu fyrir að biðja um þrjár sekúndur af því ég var búin að biðja um þrjár sekúndur þrjú possession í röð en heilt yfir stóðu þeir sig bara vel.„ Sagði sigurþjálfarinn glottandi. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Grindavík
Fjölnir vann nauman sigur á Grindavík í 22. umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Fjölniskonur, leiddar af stjörnutöktum Brittany Dinkins, að taka forskotið snemma í seinni hálfleik og halda því til leiksloka, lokatölur 80-78. Leikurinn var jafn til að byrja með en liðin skiptust á að leiða í fyrsta leikhluta. Fjölnir tók uppkastið en það var Hulda Björk sem hóf stigasöfnun gestanna frá Grindavík. Hvorugt liðanna náði að byggja upp tveggja körfu forskot sem hélt spennu í leiknum. Fljótlega varð ljóst að öll sókn í liði Fjölnis mundi fara í gegnum stjörnuleikmanninn Brittany Dinkins sem keyrði ítrekað á vörn Grindavíkur og mátti heyrast í henni kalla skipanir og leikskipulag til liðsfélaga sinna. Þvert á móti voru Grindavíkurkonur að spila sem sterk liðsheild og flæddi boltinn vel á milli þeirra. Liðsheildin skilaði sínu og enduðu Grindavíkurkonur leikhlutann yfir, 20-23. Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum og voru liðin dugleg að skiptast á að vera með forskot. Brittany Dinkins byrjaði að láta verulega til sín taka, var sterk í keyrslum upp völlinn og tók ítrekað boltann alla leið úr vörn í sókn á ofurhraða. Sóknarkraftar Dinkins mættu varnarstyrkleika Amanda Okodugha sem gerði vel í liði Grindavíkur með því að verja körfuna og taka fráköst. Danielle Rodriguez kólnaði og náðu því heimakonur forskotinu með nokkrar mínútur í hálfleik. Lítið var milli liðanna en ef Grindavíkurkonur unnu fyrsta leikhlutann þá unnu Fjölniskonur næsta. Þó voru Fjölniskonur að nýta færin sín betur og voru með 45% nýtingu í fyrri hálfleik gegn 37% hjá Grindavík. Mesti hitinnn var þó á hliðarlínunni þar sem rifrildi beggja þjálfarana við dómarann bjó til gott drama fyrir áhorfendur. Staðan í hálfleik, 39-36 heimakonum í vil. Heimakomur komu sterkari út úr búningsklefanum eftir leikhlé og létu strax til sín taka. Brittany Dinkins setti fyrstu körfu seinni hálfleiks og var hún rétt að byrja. Stjörnuleikmaður Grindavíkur, Danielle Rodriguez, hótaði að vakna til leiks með snyrtilegum stigum en kólnaði hratt gegnum þriðja leikhluta. Körfurnar flugu inn hjá heimakonum og náðu þær að byggja upp 7 stiga forskot um mið þriðja leikhluta, stærsta forskotið í leiknum enn sem komið var. Þjálfarar og áhorfendur voru ekki sammála um margt nema það að dómgæslunni væri ábótavant og voru þau dugleg að láta dómarana vita hvað þeim fannst. Dómararnir voru ekki lengi að minna á hverjir væru með völdin og fékk Kristjana þjálfari Fjölnis tæknivillu fyrir að vera aðeins of áköf í gagnrýni sinni. Það kom þó ekki að sök þar sem lið hennar endaði þriðja leikhluta með naumt forskot, 60-58. Það var spenna í loftinu við upphaf lokaleikhlutans en bæði liðin voru með sigurséns. Það voru þó heimakonur sem voru að gefa fleiri merki um að þær væru að stefna á sigur og kom það að mestu leyti fram í gegnum stjörnutakta Brittany Dinkins. Bandaríkjakonan hélt áfram að spila á vörn Grindavíkur sem gátu ekki haldið í hana. Var henni vel fagnað í Dalhúsum eftir ítrekuð tilþrif sem ýttu henni yfir 30 stiga múrinn í leiknum. Það var þó spenna þar til á lokasekúndum en þá nýtti Þorleifur þjálfari Grindavíkur tvö leikhlé til að stilla í kerfi. Var allt í einu þriggja stiga munur og Grindavík í sókn, boltinn endaði hjá besta leikmanni þeirra í vetur, Danielle Rodriguez, sem keyrði á körfuna og sótti brotið. Tvö stig í boði en Grindavíkurkonur vissu að þær þurftu þrjú. Hún setti fyrsta vítið og klúðraði öðru viljandi til að reyna fá tveggja stiga skot fyrir lið sitt. Það voru þó Fjölniskonur sem enduðu með boltann og þar með voru úrslitin ljós, spennandi leikur sem aldrei varð ójafn, en heimaliðið í Fjölni náði að sigla sigrinum heim eftir sterkan seinni hálfleik og stjörnuleik hjá Brittany Dinkins, lokatölur 80-78. Af hverju vann Fjölnir? Fjölniskonur voru ákafari og virtust vilja sigurinn meira. Það heyrðist meira í þeim bæði inn á velli og á hliðarlínunni og voru þær baráttuglaðari og spiluðu með meiri ástríðu. Þær virtust vera með leikplan sem nýtti helsta styrkleika þeirra, Brittany Dinkins, og lokuðu á helstu ógn Grindavíkur, Danielle Rodriguez. Nýting heimaliðsins var mun betri, eða 46%, en hjá Grindavíkurkonum sem nýttu aðeins 37% skotanna sinna. Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður vallarins var án efa Brittany Dinkins. Lið Grindavíkur átti engin svör við stjörnutöktum hennar en hún réði ríkjum á báðum hliðum vallarins, með fjölmargar keyrslur þvert upp völlinn. Í hennar fimmta leik fyrir liðið setti hún 30 stig, 8 stoðsendingar og 8 fráköst. Áhrif hennar birtast þó ekki einungis í tölfræði en liðstjórnarhæfileikar hennar bæði í spili og spjalli hafa haft verulega áhrif á lið hennar frá því að hún kom. Er hún fljótt að verða ein af bestu leikmönnum deildarinnar. Hvað gekk illa? Í liði Grindavíkur náði Danielle Rodriguez ekki að láta til sín taka og virtist oft týnd á vellinum. Gestirnir náðu ekki að stöðva hlaup Brittany Dinkins og þrátt fyrir varnarstyrkleika Amanda Okodugha og margar flottar liðsóknir náðu Grindavíkurkonur ekki að setja jafn mörg stig með liðsframmistöðu og Fjölnir náði með einstaklingsframtak Dinkins. Hvað gerist næst? Grindavíkurkonur fara svekktar frá borði en verða að ná einbeitingunni fjótt aftur því þær eiga stórleik gegn Njarðvík í næstu umferð. Eftir þennan ósigur verður liðið að landa sigri í næsta leik ef þær eiga að halda möguleika sínum um umspilssæti. Tímabilið hjá Fjölni er að renna sitt skeið en þær sitja þægilega í 6 sæti deilarinnar og virðist stefna í að þær endi tímabilið í því sæti. Fjölniskonur mæta botnliði ÍR í næsta leik. Við vorum góðar í 37 mínútur Kristjana Eir Jónsdóttir var afar kát eftir nauman sigur gegn Grindavík í 22. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. „Ég er mjög sátt, við vorum góðar í 37 mínútur í þessum leik.“ Brittany Dinkins fór á kostum í leiknum og setti 30 stig í sínum fyrsta leik, hvað finnst þjálfaranum um frammistöðu stjörnuleikmannsins síns, er hún komin í topp leikform? „[Ég er] mjög ánægð með frammistöðu hennar og með frammistöðu allra leikmannanna sem komu inn á í kvöld. Hún er alls ekki komin í topp leikform en hún er nógu góð eins og staðan er núna og á bara eftir að verða betri. Simone gerir líka hrikalega vel í kvöld, hún nær í tvennu og svo kemur Heiður með eitthvað tröllablokk sem á heima í tilþrifum ársins.“ Kristjana ræddi fyrir leik um hversu mikilvægt væri að stoppa Danielle Rodriguez í liði Grindavíkur, hvernig fannst henni ganga að stöðva hana? „Það sem við lögðum upp með gekk almennt, við vissum að þær myndu setja erfiðu skotin og að Dani myndi fara og gera eitthvað en við náðum að stoppa hana nógu mikið til að ná í sigur og það er það sem skiptir máli.“ Það var hiti á hliðarlínunni nær allan leikinn og mátti heyrast í rifrildum milli þjálfarateymanna og dómara kvöldins margoft, hvað fannst Kristjönu um dómgæsluna? „Heilt yfir góðir, ég fæ þarna tæknivillu fyrir að biðja um þrjár sekúndur af því ég var búin að biðja um þrjár sekúndur þrjú possession í röð en heilt yfir stóðu þeir sig bara vel.„ Sagði sigurþjálfarinn glottandi.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti