Senda björgunarskip til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:05 Soyuz-geimferjunni var skotið á loft fyrir dögun í Kasakstan í morgun. AP/Ivan Timoshenko/Roscosmos Rússar sendu björgunargeimferju til móts við Alþjóðlegu geimstöðina eftir að hættulegur leki kom á geimferju tveggja rússneskra geimfara og eins bandarísk sem átti að flytja þá heim. Tvær rússneskar geimferjur hafa nú bilað við geimstöðina á örfáum mánuðum. Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina. Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Soyuz-geimferja geimfaranna þriggja byrjaði að leka kælivökva þar sem hún lá við geimstöðina í desember. Lekinn var rakinn til þess að örloftsteinn hafi gert gat á utanáliggjandi kælikassa. Sama vandamál virtist koma upp í rússneskri birgðaflutningaferju við geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Ekki var talið öruggt að senda geimfarana til jarðar með leku geimferjunni í næsta mánuði eins áætlað var. Hitinn í áhafnarklefanum yrði hættulega hár með engum kælivökva um borð. Rússneska geimstofnunin beið með að senda nýja Soyuz-ferju til geimstöðvarinnar á meðan leitað var mögulegra framleiðslugalla. Engir fundust, að sögn AP-fréttastofunnar. Hún var send á loft frá Baikonur-geimmiðstöðinni í Kasakstan fyrir dögun í morgun. Hún er væntanleg til geimstöðvarinnar á sunnudag. Á meðan nýja ferjan er ókomin er geimferja SpaceX sem liggur við geimstöðina neyðarferja Franks Rubio, bandaríska geimfarans. Rússnesku geimfararnir Sergei Prokopjev og Dmitrí Petelin þyrftu að nota skemmdu Soyuz-ferjuna. Rússneskir verkfræðingar reikna með því að hitinn í ferjunni yrði innan þolmarka með einum geimfara færri um borð. Þremenningarnir áttu upphaflega að dvelja í geimstöðinni í sex mánuði en leiðangur þeirra hefur verið framlengdur í heilt ár eða þar til ný ferja verður tilbúin til að flytja geimfarana sem eiga að taka við af þeim í september. Geimferjan sem var send á loft í dag átti að flytja þá til geimstöðvarinnar. Skemmdu geimferjunni verður stefnt til jarðar mannlausri fyrir lok mars. Birgðaflutningaferjan sem skemmdist verður látin brenna upp í lofthjúpi jarðar um helgina.
Rússland Alþjóðlega geimstöðin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05 Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19. desember 2022 08:05
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15. desember 2022 23:54