Hætta við að breyta bókunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Breytingar á texta í bókum Roald Dahl hafa vakið mjög misjöfn viðbrögð. Vísir/Einar Bókaútgáfa hefur ákveðið að halda áfram að prenta upprunalegar bækur Roalds Dahl samhliða breyttum útgáfum. Til stóð að gera víðtækar og varanlegar breytingar á texta sem kynni að reynast meiðandi fyrir einn eða annan minnihlutahóp. Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar. Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Í Kalla og súkkulaðiverksmiðjunni hafði orðið „feitur” – á ensku fat – til dæmis sums staðar verið tekið út. Annars staðar breytt hafði því verið breytt í „risavaxinn” (e. enormous). Oompa Loomparnir í sömu bók voru orðnir kynhlutlausir. Hlustuðu á gagnrýnisraddir AP fréttaveitan greinir frá því að bókaútgáfan hafi, í kjölfar gagnrýninnar, ákveðið að prenta bækur í upprunalegri útgáfu samhliða þeim nýju. Bókaútgáfan hafði ráðið til sín sérstaka næmnishöfunda til að breyta og endurskrifa texta sem rithöfundar á borð við Salman Rushdie höfðu kallað „fáránlega ritskoðun“. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands mótmælti breytingunum einnig. „Við hlustuðum á gagnrýnisraddir sem minntu okkur á þau ótrúlegu áhrif sem bækur Roalds Dahl hafa haft. Og áttum okkur á því að mikilvægt er að halda í upprunalega textann. Stóra spurningin stendur enn eftir; um hvernig hægt sé að halda uppi heiðri eldri bóka – en í takt við nútímann.“ „Hvar endar það?“ Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og ritlistakennari við Háskóla Íslands ræddi málið í Íslandi í dag fyrr í vikunni þar sem hann sagði vafasamt að fara í texta rithöfunda: „Við sjáum á þessum breytingum þarna að það er verið að koma með nýjar hugmyndir inn í verkið... Ef við ætlum að leyfa þetta, hvar endar það?“ Hann benti á að sálfræðin segi okkur að vandamálin og hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin nú um mundir með viðvörunum hvers konar við ýmsu efni (e. trigger warning). „Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum. Og að þetta hjálpi ekki sagnagerð almennt. Sagnagerð gengur almennt út á einhvers konar togstreitu. Ef við ætlum að taka illmennið út, svo við tölum bara einfalt mál, hvernig verða sögur? Fletjast þær ekki út? Það þarf alltaf einhverja togstreitu í sagnagerð. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé leiðin sem við þurfum að fara; að bara stinga höfðinu í sandinn,” sagði Rúnar.
Bókmenntir Ísland í dag Höfundarréttur Tengdar fréttir Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30 Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Roald Dahl og afneitun veruleikans Um síðastliðna helgi bárust af því fregnir að verið væri að endurútgefa bækur barnabókahöfundarins vinsæla, Roald Dahl, með verulega breyttum texta. Dahl er meðal annars höfundur Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar en samnefnt leikrit var sett upp hérlendis fyrir fáum árum. 21. febrúar 2023 11:30
Orðið er frjálst Ég hef í gegnum tíðina haft viðurværi mitt meðal annars af því að starfa við yfirlestur. Í því starfi felst að vinna með höfundum að því að bækur þeirra verði eins góðar og þeir sjá fyrir sér. 22. febrúar 2023 08:57