Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 10:32 Scott Adams, skapari Dilberts, hefur brennt margar brýr að baki sér með sífellt vanstilltari yfirlýsingum á samfélagsmiðlum að undanförnu. Vísir/Getty Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast. Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Örsögurnar um Dilbert, lífsleiðan skrifstofumann og vanhæfa yfirmenn hans, hafa birst á blaðsíðum dagblaða víða um heim allt frá því á 10. áratug síðustu aldar. Scott Adams, höfundur Dilberts, hefur vakið athygli fyrir furðulegar yfirlýsingar undanfarin ár. Hann afneitar meðal annars loftslagsvísindum og fer með fleipur um kórónuveirufaraldurinn. Steinn tók þó úr þegar Adams jós úr skálum reiði sinnar yfir blökkumenn í þætti sem hann heldur úti á samfélagsmiðlinum Youtube. Þar varaði hann hvítt fólk við því að vera nærri svörtu fólki. Tilefni reiði Adams voru svör fólks við spurningunni hvort það teldi það „í lagi“ að vera hvítur í nýlegri skoðanakönnun. Rúm sjötíu prósent svöruðu spurningunni játandi, þar á meðal 53 prósent svartra svarenda. Hins vegar sögðust 22 prósent svarenda ósammála. Hlutfallið var örlítið hærra á meðal svartra svarenda, 26 prósent. Adams virðist annað hvort hafa misskilið eða vísvitandi rangtúlkað niðurstöðurnar því hann fullyrti að nærri því helmingi blökkumanna væri illa við hvítt fólk samkvæmt könnuninni. „Það er haturshópur og ég vil ekki hafa neitt mað þau að gera. Bestu ráð sem ég gæti gefið hvítu fólki er að halda sig frá svörtu fólki,“ sagði Adams. Sjálfur sagðist hann hafa komist af með því að búa í hverfi þar sem fáir blökkumenn búa. Adams er búsettur nærri San Francisco í Kaliforníu, að sögn staðarblaðsins San Francisco Chronicle sem sjálft hætti að birta Dilbert í haust. "Scott Adams, creator of the Dilbert comic strip, went on a racist rant this week on his Coffee with Scott Adams online video show, and we will no longer carry his comic strip in The Plain Dealer," writes Chris Quinn. "This is not a difficult decision." https://t.co/tF7tN9SrXc— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) February 24, 2023 Svört persóna til að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og hinsegin fólki Rasíska myndbandið varð til þess að Gannet, útgáfufyrirtæki hundruð staðarfjölmiðla í Bandaríkjanunum og USA Today, tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði ekki lengur að birta Dilbert á síðu dagblaða sinna. Áður hafði annar útgefandi staðarblaða, Advance Local, ákveðið að gera slíkt það sama. „Við erum ekki heimili fyrir þá sem aðhyllast kynþáttahatur,“ sagði í leiðara The Plain Dealer í Cleveland sem Advance Local gefur út. Ákvörðunin um að úthýsa Dilberti hafi ekki verið erfið. Sjötíu og sjö dagblöð útgefandans Lee Enterprises hætti að birta Dilbert í fyrra í kjölfar þess að Adams bætti við svartri persónu í söguna í fyrsta skipti. Þá persónu notaði hann hins vegar aðeins til þess að gera grín að gagnrýnendum kynþáttahyggju og að hinsegin fólki, að sögn The Daily Beast.
Bandaríkin Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira