Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 12:05 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Það virtist draga til ákveðinna tíðinda í kjaradeilu Eflingar og ríkissáttasemjara í gær þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mættust í Pallborðinu á Vísi. Ef að kallið kæmi frá ríkissáttasemjara sagðist Sólveig tilbúin til að fresta verkföllum ef Samtök atvinnulífsins myndu fresta verkbanni, sem tekur að óbreyttu gildi á fimmtudag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, segist í samtali við fréttastofu vera í samskiptum við deiluaðila til að reyna að finna sameiginlegan flöt svo þau geti komið saman. Hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvenær nýr fundur verði boðaður en segir að eftir því sem lengra líður frá síðasta fundi þá styttist í þann næsta. Þá sé það ekkert leyndarmál að hann íhugi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Halldór Benjamín segir ekkert nýtt hafa komið upp síðan í gær. Deiluaðila að ná saman Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær ljóst að boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins myndi hafa mikil áhrif. Það væri þó í höndum deiluaðila að ná saman. „Það er þeirra hlutverk og skylda að ná saman. Það er hlutverk aðila vinnumarkaðarins að ná samningum og það hefur ekkert breyst þó að þessi deila sé í hörðum hnút. Það stæði ekki til að ríkisstjórnin stigi inn í. „Það er ekki til skoðunar á þessum tímapunkti og við metum það svo við ríkisstjórnarborðið að það sé ekki tímabært. Eins og fram hefur komið þá erum við bara að meta stöðuna frá degi til dags þannig auðvitað ræðst þetta allt af samfélagslegum áhrifum,“ sagði forsætisráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent