Handbolti

Tap hjá Ribe-Esbjerg gegn meisturunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson átti mjög góðan leik í kvöld.
Ágúst Elí Björgvinsson átti mjög góðan leik í kvöld. Ribe-Esbjerg

Dönsku meistararnir í GOG unnu öruggan sigur á Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þrír Íslendingar leik með Ribe-Esbjerg.

Þeir Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson voru báðir í liði Ribe-Esbjerg sem lék á heimavelli gegn stjörnum prýddu liði GOG en með því leika meðal annars Simon Pytlick og Jerry Tollbring.

GOG náði ágætri forystu strax í byrjun og komust í 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Ribe-Esbjerg tókst að minnka muninn en GOG bætti í á nýjan leik og leiddi 19-14 í hálfleik.

Í síðari hálfleik tók GOG síðan öll völd. Munurinn var orðinn níu mörk þegar tuttugu mínútur voru eftir og úrslitin ráðin.

Lokatölur 40-31 og GOG heldur því í við Álaborg á toppi deildarinnar. Ribe-Esbjerg er hins vegar í níunda sætinu.

Ágúst Elí varði fjögur skot í marki Ribe-Esbjerg en Elvar Ásgeirsson var markahæstur í liðinu með sex mörk í sjö skotum. Þá skoraði Arnar Birkir Hálfdánsson tvö mörk úr þremur skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×