Alfons hóf leik á varamannabekknum í dag þegar liðið heimsótti stórlið PSV Eindhoven.
Honum var skipt inná eftir rúmlega klukkutíma leik en þá var staðan orðin 2-1, heimamönnum í vil.
Ungstirnið Xavi Simons bætti einu marki við og lokatölur því 3-1 fyrir PSV Eindhoven.
Alfons og félagar í 5.sæti deildarinnar og hefðu getað jafnað PSV að stigum með því að vinna leikinn í dag.