Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 08:01 Halldór Jóhann Sigfússon og Søren Hansen hafa skipt um hlutverk og nú er Halldór aðalþjálfari TTH til loka tímabilsins. tthholstebro.dk Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari. Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland. Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland.
Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira