Zlatan sneri aftur og er sá elsti í sögu AC Milan Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 14:00 Zlatan Ibrahimovic er aftur mættur í slaginn með AC Milan. Getty/Jonathan Moscrop Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til leiks með AC Milan í gær í 2-0 sigri gegn Atalanta í ítölsku A-deildinni. Þá voru liðnir 280 dagar frá því að hann spilaði síðast leik. Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan. Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Zlatan kom inn á sem varamaður fyrir Oliver Giroud á 74. mínútu og tók þátt í mikilvægum sigri en Milan er nú með 47 stig líkt og grannarnir í Inter, í 2.-3. sæti. Langt er þó í Napoli sem á meistaratitilinn vísan, með 65 stig á toppnum. Zlatan sló met hjá AC Milan með því að spila í gær því hann er elsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik í A-deildinni. Zlatan spilaði leikinn 41 árs og 146 daga og sló met varnarmannsins Alessandro Costacurta sem var 41 árs og 25 daga þegar hann spilaði kveðjuleik sinn í deildinni. Zlatan bætti við enn einum titlinum á sínum ferli þegar hann varð ítalskur meistari með Milan á síðustu leiktíð en þurfti svo að fara í aðgerð strax eftir tímabilið vegna hnémeiðsla. Aðgerð sem hann frestaði til að verða meistari. Hann tjáði sig lítillega um þann erfiða tíma sem fór í að koma sér aftur á fótboltavöllinn. Lofaði þjálfaranum að fresta aðgerðinni „Ef ég ætti að útskýra allt myndi ég þurfa að standa hérna í fleiri klukkustundir. Ég hef þurft að þjást mikið, meira að segja síðustu sex mánuðina á síðasta tímabili. Ég vildi hjálpa og gat ekki verið inni á vellinum. Þegar maður er ekki heill heilsu er erfitt að hjálpa liðinu. Ég hefði getað farið í þessa aðgerð sex mánuðum fyrr en ég vissi að það væri komið að okkur að vinna ítalska meistaratitilinn,“ sagði Zatan við DAZN. „Þá lofaði ég Pioli [Stefano Pioli, þjálfara Milan] að fara ekki í aðgerð. Ég hef aldrei fórnað svona miklu fyrir titil. Á sama tíma var þetta erfitt ár með Mino [Raiola, umboðsmann Zlatans sem dó]. Það eru svo margar manneskjur sem hjálpa mér og veita mér styrk. En þegar ég er heill heilsu er ég sterkari en allir aðrir,“ sagði Zlatan.
Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira