Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 12:01 Íslenska liðið var eins nálægt sæti á HM og hugsast gæti. Eftir leikinn í Georgíu í gær er ljóst að liðið þarf að í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París, en með því að komast á HM hefði sæti í undankeppni ÓL verið tryggt. FIBA Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland.
Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira