Sveindís var í byrjunarliðið Wolfsburg í kvöld, en það voru þær Ewa Pajor og Svenja Huth sem sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik. Sveindís lagði upp bæði þessi mörk og staðan var 2-0, Wolfsburg í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Marina Hegering skoraði svo þriðja mark Wolfsburg um miðjan síðari hálfleik áður en Jule Brand gerði endanlega út um leikinn á 88. mínútu.
Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Wolfsburg og liðið er á leið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar.
🎉🏆 HALBFINALE 🏆🎉#KOEWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/Ts0ABXd4At
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) February 28, 2023