Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. mars 2023 11:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Verkfallsaðgerðum Eflingar og verkbanni Samtaka atvinnulífsins var aflýst í dag þegar eftir að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagði fram nýja miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudag. „Þetta er löglega fram komin miðlunartillaga. Það er auðvitað ljóst að Samtök atvinnulífsins ætla ekki og munu ekki gera við Eflingu kjarasamning. Þetta er þá sú staða sem upp er komin og niðurstaða alls sem á undan er gengið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í viðtali eftir að tillagan kom fram. Spurð að því hvað það hafi verið í tillögu sáttasemjara sem varð til þess að samninganefnd Eflingar gat sæst á að láta greiða atkvæði um hana vísaði Sólveig Anna meðal annars til þess að hótelþernur og bílstjórar hjá Samskipum hækki um launaflokk, til samkomulags við vinnuveitendur bílstjóra í verkfalli um bónus fyrir að aka með hættuleg efni og fulla afturvirkni frá nóvember. „Það blasti við þetta hrikalega verkbann þannig að ég sem formaður í þessu félagi og sem formaður samninganefndar þegar að þarna var fram komin lögleg miðlunartillaga [...] þá mat ég það sem svo í samtali við samninganefnd að þetta væri eitthvað sem við gætum látið fara fram atkvæðagreiðsla um og ég tel að það sé rétt ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna. Önnur lögmál um miðlunartillögu en kjarasamning Sólveig Anna svaraði því ekki beint hvort hún ætlaði að mæla með því að Eflingarfólk samþykkti miðlunartillöguna. „Ég mun auðvitað gera það sem mér sem formanni félagsins og formanni samninganefndar ber að gera sem er að skýra frá því sem gerst hefur, sem er að skýra með greinargóðum hætti frá innihaldi miðlunartillögunnar og því öðru sem fram kom í gær. Svo er það auðvitað félagsfólks sjálfs að taka ákvörðun um það hvað þau vilja gera með sitt atkvæði. Þannig að þetta er það sem ég mun gera,“ sagði formaðurinn. Þá vildi hún ekki segja til um hvort að miðlunartillagan bindi endi á kjaradeiluna. Hefði hún gert kjarasamning sem hún og samninganefnd hefðu náð og væru ánægð með hvetti hún sannarlega félagsfólk til að greiða atkvæði með honum. „Um miðlunartillögu gilda einfaldlega aðrar leikreglur en ég mun eins og ég segi bara gera skyldu mína,“ sagði Sólveig Anna. Verkfallsfólk hetjur verkalýðsbaráttunnar Ítrekaði Sólveig Anna óánægju sína með að Samtök atvinnulífsins hafi neitað að gera kjarasamning við Eflingu. Árangur hefði náðst fyrir starfsfólk sem var tilbúið að leggja niður störf, þar á meðal hótelþernur og bílstjóra. Enginn gæti þó haldið því fram að það væri sigur að ekki hafi verið hægt að gera kjarasamning og miðlunartillaga hafi verið eina færa leiðin. Efling hefði sannarlega unnið sigra í deilunni á ýmsan hátt. Samtaka- og baráttumáttur félagsins þegar félagsfólk sjálft tekur þátt í starfinu væri öllum augljós. „Þetta eru hetjur íslenskrar verkalýðsbaráttu. Láglaunafólk sem sýnir að það veit hvers virði það er,“ sagði Sólveig Anna um verkfallsfólk. Eins hafi það verið sigur að Efling hafi ekki þurft að afhenda kjörskrá sína til að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, ríkissáttasemjara, sem Sólveig Anna lýsti sem ólöglegri. Eins og staðan var í deilunni hafi samninganefndin ekki talið að hægt væri að halda áfram. Samtök atvinnulífsins væru tilbúin til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá að gera kjarasamning við Eflingu og svipta félagið sjálfstæðum samningsrétti sínum. „Að einhver ætli að fara að líta á þetta sem sigur er fjarri lagi,“ sagði hún. Hefur afleiðingar að storka Eflingu Sólveig Anna varaði aðila vinnumarkaðarins við að beita sér gegn Eflingu í framtíðinni. „Ég vona sannarlega að þeir aðilar á íslenskum vinnumarkaði sem hafa beitt sér fyrir því að félagið yrði svipt sínum sjálfstæða samningsrétti muni ekki reyna að gera það að nýju,“ sagði Sólveig Anna sem lýsti Eflingu sem öflugasta verkalýðsfélagi landsins. Það er búið að sýna það að það hefur afleiðingar? „Það hefur sannarlega afleiðingar, já,“ sagði hún. Fréttin verður uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira