Köttur kom í leitirnar eftir níu ár Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 08:00 Instagram Eftirfarandi örsaga hefur brætt hugi og hjörtu netverja og er um leið ágætis áminning til gæludýraeigenda um að örmerkja dýrin sín. Frásögnin birtist fyrst á Instagram síðu lögreglunnar í Henrico sýslu í Virginíu nú á dögunum og segir frá því hvernig örmerking leiddi til þess að kötturinn Piper og eigandi hennar voru sameinaðar á ný, heilum níu árum eftir að Piper hvarf. Þann 21. febrúar síðastliðinn barst símtal til dýraverndardeildar lögreglunnar, frá íbúa sem sagði kött hafa gert sig heimkominn á veröndinni hjá sér. Fulltrúi lögreglunnar sótti köttinn og flutti í dýraathvarf. Skannað var eftir örmerki á kisanum og eftir að fulltrúinn hafði haft samband við nokkra dýralækna í nágrenninu og spurst fyrir tókst að lokum að hafa uppi á eigandanum. Eigandi Piper ætlaði varla að trúa því að kisinn væri kominn í leitirnar, enda hafði Piper horfið níu árum áður. Eigandinn hafði fyrir löngu gert ráð fyrir að kisan væri dáin og hafði meira að segja látið breyta skráningunni á örmerkingunni. Piper hafði augljóslega annað í huga og eins og sjá má á myndunum urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim tveimur. „Boðskapur þessarar sögu er sá örmerking hjálpar gæludýrum að komast aftur heim til eigenda sína. Gætið þess að örmerkja gæludýrin ykkar, og gangið úr skugga um að tengiliðaupplýsingarnar stemmi,“ segir jafnframt í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Henrico Police (@henricopolice) Gæludýr Bandaríkin Kettir Dýr Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira
Frásögnin birtist fyrst á Instagram síðu lögreglunnar í Henrico sýslu í Virginíu nú á dögunum og segir frá því hvernig örmerking leiddi til þess að kötturinn Piper og eigandi hennar voru sameinaðar á ný, heilum níu árum eftir að Piper hvarf. Þann 21. febrúar síðastliðinn barst símtal til dýraverndardeildar lögreglunnar, frá íbúa sem sagði kött hafa gert sig heimkominn á veröndinni hjá sér. Fulltrúi lögreglunnar sótti köttinn og flutti í dýraathvarf. Skannað var eftir örmerki á kisanum og eftir að fulltrúinn hafði haft samband við nokkra dýralækna í nágrenninu og spurst fyrir tókst að lokum að hafa uppi á eigandanum. Eigandi Piper ætlaði varla að trúa því að kisinn væri kominn í leitirnar, enda hafði Piper horfið níu árum áður. Eigandinn hafði fyrir löngu gert ráð fyrir að kisan væri dáin og hafði meira að segja látið breyta skráningunni á örmerkingunni. Piper hafði augljóslega annað í huga og eins og sjá má á myndunum urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim tveimur. „Boðskapur þessarar sögu er sá örmerking hjálpar gæludýrum að komast aftur heim til eigenda sína. Gætið þess að örmerkja gæludýrin ykkar, og gangið úr skugga um að tengiliðaupplýsingarnar stemmi,“ segir jafnframt í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Henrico Police (@henricopolice)
Gæludýr Bandaríkin Kettir Dýr Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Sjá meira