Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 11:29 Björgvin Víkingsson sagði upp störfum sem forstjóri Ríkiskaupa í lok febrúarmánaðar. Vísir/Vilhelm/Stjr „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.
Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33