Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 11:30 Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur í fyrra. Hafliði Breiðfjörð Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi. Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi.
Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti