Tók pabba sinn á orðinu og öll fjölskyldan er á leið til hennar á Final 4 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 15:01 Sandra Erlingsson er upplifa skemtilega tíma hjá þýska liðinu Metzingen í vetur. S2 Sport Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki hjá liði í Þýskalandi sem ætlar sér í Evrópukeppni og er komið í keppni hinna fjögurra fræknu í þýska bikarnum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira