Björn stýrir besta sjúkrahúsi Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. mars 2023 15:05 Björn Zoëga segir samkeppnina vera ansi harða. Karolinska Karolinska-sjúkrahúsið er sjötta besta sjúkrahús heims samkvæmt nýjum lista Newsweek. Sjúkrahús í Norður-Ameríku raða sér í efstu fimm sætin og er því Karolinska það besta í Evrópu. Björn Zoëga, formaður stjórnar Landspítalans, er forstjóri Karolinska. Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn. Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Björn tók við sem forstjóri sjúkrahússins í janúar árið 2019. Þá komst Karolinska ekki á lista yfir hundrað bestu sjúkrahús heims hjá Newsweek en eftir að Björn hafði verið þar í eitt ár stökk sjúkrahúsið upp í 10. sæti. Síðan þá hefur spítalinn fært sig nær og nær toppsætinu, árið 2021 sat hann í sjöunda sæti og árið 2022 í áttunda sæti. Á nýjum lista er spítalinn í sjötta sæti yfir alla spítala heims. Einu spítalarnir sem eru ofar en Karolinska eru Mayo Clinic í Minnesota, Cleveland Clinic í Ohio, Massachusetts General Hospital í Massachusetts, Johns Hopkins Hospital í Maryland og Toronto General í Kanada. Þar sem þeir eru allir í Norður-Ameríku er Karolinska sá besti í Evrópu. Listi Newsweek fyrir árið 2023. Hörð samkeppni Í samtali við fréttastofu segir Björn það vera ótrúlegt að vera svo ofarlega. Samkeppnin sé gríðarlega hörð enda stórar og fjársterkar stofnanir sem verið er að berjast við. „Þetta er alveg ótrúlegt. Mikil staðfesting á að starfsfólkið hérna er í fremstu röð og sjúkrahúsið sé í fremstu röð. Við ætlum okkur að vera það áfram. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er verk sem við vinnum saman og mér hefur tekist til að fá fólk til að marsera saman að sama markmiði,“ segir Björn. Markmið sjúkrahússins er auðvitað ekki einungis að vera efst á listum heldur vill starfsfólk geta hugsað vel um sjúklinga, hugsað um fleiri sjúklinga og standast fjárhagsáætlun. Síðustu þrjú ár hefur það tekist. „Það finnst held ég flestum að við séum komin á nýja tíma. Og eigum möguleika á að gera enn betur, það hlýtur alltaf að vera markmiðið. Það er mikið að gerast í heiminum og margt sem þarf að glíma við,“ segir Björn. Grunnatriði sem Landspítalinn þarf að laga Björn er stjórnarformaður Landspítalans en segir það vera full snemmt að fara að ræða um viðveru hans á listanum. Þótt það væri vissulega ánægjulegt eru nokkur grunnatriði sem þarf að laga áður en farið er út í alþjóðlega samkeppni. „Það er alveg hægt að hugsa sér að gera það ef vel til tekst núna á næstu árum að byggja upp spítalann og laga það sem aflaga hefur farið, hvort sem það sé út af Covid eða af öðrum ástæðum,“ segir Björn.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira