Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2023 14:47 Rússneski hópurinn sem lýst hefur yffir ábyrgð á árásinni vill kom aVladimír Pútín, forseta Rússlands, frá völdum. AP/Mikhail Metzel Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Rússar segja úkraínska þjóðernissinna hafa gert árásina en allt bendir til þess að það hafi verið rússneskur hópur sem gerði hana. Umræddur hópur og leiðtogar hans eru rússneskir og hafa verið virkir í fjar-hægri hreyfingum Evrópu á undanförnum árum og hafa tekið þátt í átökunum í Úkraínu og barist gegn Rússum. Meðlimir hópsins kalla sig, lauslega þýtt, Rússnesku sjálfboðaliðasveitina, eða RDK og var hópurinn stofnaður í ágúst 2022, samkvæmt blaðamanni sem fylgst hefur náið með fjar-hægri hreyfingum Evrópu. Hópurinn er skipaður öfga-hægrimönnum og leiddur af þekktum nýnasista sem bjó um tíma í Þýskalandi. Sá heitir Denis Kapustin og birti hann mynd af sér í Bryanskhéraði í morgun. Hann hefur haft tengsl við fjar-hægri öfl í Úkraínu. Hann var þó handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna árið 2018 og flúði til Þýskaland. Þar lenti hann einnig í vandræðum og var rekinn úr landi árið 2019. Á sama tíma var honum meinaður aðgangur að Schengen-svæðinu. Kapustin, like some other far-right Russians, has long had links with Ukraine s far right, as we @Bellingcat have written about. Kapustin at one time was a key cog in the Azov movement's once-prominent international outreach efforts (@ChristopherJM) https://t.co/pzpVGwLSDR— Michael Colborne (@ColborneMichael) March 2, 2023 Í myndbandi sem hópurinn birti eftir árásina kölluðu leiðtogar hans eftir því að Rússar risu upp og kæmu Pútín frá völdum. Þeir vilja þó ekki koma á lýðræði í Rússlandi heldur eru þeir sagðir vilja koma afkomendum keisarafjölskyldu Rússlands eða rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni til valda. Á samfélagsmiðlasíðum hópsins segir þó að markmið þeirra sé að koma á nýrri ríkisstjórn sem myndi ekki ráðast á nágranna Rússlands og þess í stað einbeita sér að málefnum innan landamæra Rússlands. Samkvæmt Antifascist Europe eru meðlimir RDK um fimmtíu talsins. Ríkismiðlar Rússlands segja meðlimi RDK hafa skotið á bíl með óbreyttum borgurum í Lubechan. Einn maður hafi dáið og tíu ára barn hafi særst. Mennirnir eru einnig sagðir hafa ráðist á þorpið Sushany. Þá hefur RIA fréttaveitan upp úr tilkynningu frá FSB, leyniþjónustu Rússlands, að mikið magn sprengiefna hafi fundist í þorpinu. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni herleyniþjónustu Úkraínu að árásin hafi verið gerð af Rússum. Úkraínumenn komi henni ekkert við. The RDK or Russian Volunteer Corps is not part of the Ukrainian military or part of the UKR Russian Legion (which is former Russian POWs fighting for Ukraine)The Russian Legion is not affiliated with the Russian Imperial Legion (RIM) or the RUS BARS-13 Russia Legion2/7— Malcontent News (@MalcontentmentT) March 2, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira