Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 14:30 Frá vettvangi lestarslyssins við Austur-Palestínu. Til stendur að flytja mengaðan jarðveg á brott frá svæðinu. AP/Matt Freed Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið. Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma. Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma.
Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48