Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 3. mars 2023 14:37 Leikarar sýningarinnar frá vinstri: Starkaður Pétursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Valdimar Guðmundsson. Berglind Rögnvaldsdóttir Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira