Fannst á lífi þrjátíu árum síðar í öðru landi Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2023 13:55 Patricia stuttu áður en hún hvarf og svo þegar hún fannst í Púertó Ríkó. Lögreglan í Ross Township Kona sem hvarf frá heimili sínu í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum síðar hefur fundist á lífi í Púertó Ríkó. Ekkert hafði heyrst frá henni allan þennan tíma, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi nokkrum árum eftir hvarfið. Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith. Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Patricia Kopta bjó í Pittsburgh í Pennsylvaníu-ríki og hafði starfað við ýmislegt, meðal annars sem lyftuvörður. Hún var kaþólikki og reyndi hvað hún gat að fara í messu alla sunnudaga. Þegar hún nálgaðist miðjan aldur fór hún þó að sýna af sér skrítna hegðun, fór oft að röfla um að móðir Guðs hafi rætt við hana og varað hana við kjarnorkuheimsendi. Henni var stuttu síðar sagt upp í vinnunni sinni og fór þá að stunda það að ráfa um miðbæ Pittsburgh. Þrjátíu ár og eitt bréf Það var síðan árið 1992 þegar hún hvarf. Bob Kopta, eiginmaður hennar, kom heim og fann hana hvergi. Hann tilkynnti lögreglu að hún væri týnd en hann átti ekki eftir að heyra frá henni í mörg ár. Árin voru þrjátíu þar sem hann heyrði ekkert frá henni, fyrir utan eitt bréf sem hún sendi Bob þar sem hún sagði honum að einhver væri að elta hana. Lögreglumenn gerðu allt sem þeir gátu til að finna hana en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir meira að segja ræddu við sjáanda sem tilkynnti þeim að Patricia væri látin og lík hennar væri nærri vatni. Að lokum var hún skráð látin af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Nýlega komust lögreglumenn að því að árið 1999 var Patricia lögð inn á heimili fyrir eldri borgara á eyjunni Púertó Ríkó í Karíbahafi. Hún sagði forsvarsmönnum heimilisins lítið um sig en starfsmenn töldu hana hafa komið á eyjuna með skemmtiferðaskipi frá Evrópu. Interpol aðstoðaði Í gegnum árin sagði hún þó starfsmönnum meira og meira um sig þar til að félagsráðgjafi fékk aðstoð frá útsendara Interpol til að komast að því hver konan væri. Tekið var DNA-próf sem sannaði að hún var í raun og vera Patricia Kopta. Bob gifti sig aldrei aftur en hann og systir Patriciu, Gloria Smith, vonast til þess að hægt sé að koma henni aftur til Pennsylvaníu. „Við erum þakklát fyrir það að Patty sé á lífi. Við héldum að hún væri látin öll þessi ár. Það kemur mjög á óvart að hún sé enn á lífi. Ég vona að ég geti farið þangað og hitt hana,“ hefur The Guardian eftir Smith.
Bandaríkin Púertó Ríkó Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira