Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Andrea Staccioli/Getty Images Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira