Stoðsendingar Atla og Sveindísar Jane dugðu skammt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 14:00 Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Andrea Staccioli/Getty Images Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða. Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Atli var í byrjunarliði Sønderjyske sem sótti Hvidovre heim í dönsku B-deildinni. Bæði lið eru í efri hluta töflunnar og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem brutu ísinn á 58. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Atli gaf þá fyrir og Søren Andreasen stangaði boltann í netið. Hans fyrsta mark fyrir félagið. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin átta mínútum síðar og þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma komust heimamenn yfir, lokatölur 2-1 Hvidovre í vil. Atli spilaði allan leikinn í liði gestanna og þá kom Orri Steinn Óskarsson inn af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks. Sønderjyske er með 31 stig að loknum 20 leikjum á meðan Hvidovre er með 40 stig í 2. sæti deildarinnar. Leiknar eru 22 umferðir áður en sex efstu liðin fara í úrslitakeppni um hvaða tvö lið komast upp í dönsku úrvalsdeildina og neðstu sex berjast um að halda sæti sínu í deildinni. Tungt nederlag til Hvidovre, der sikrer sig sejren med en scoring i overtiden. pic.twitter.com/LMAve6RZPN— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) March 4, 2023 Í Þýskalandi tók Wolfsburg á móti Hoffenheim. Sveindís Jane var í byrjunarliði heimaliðsins sem hóf leikinn af kraft. Strax á fyrstu mínútu leiksins flikkaði Sveindís Jane boltanum á Jule Brand sem brunaði að marki og kom Wolfsburg yfir. Það stefndi í að Wolfsburg yrði 1-0 yfir í hálfleik en Felicitas Rauch varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Nicole Billa skoraði svo sigurmark leiksins fyrir gestina þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Fór það svo að gestirnir unnu óvæntan sigur, lokatölur 1-2. Sveindís Jane var tekin af velli á 77. mínútu. Kopf hoch, Mädels! #WOBTSG #VfLWolfsburg pic.twitter.com/0A6sXAUaBL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 4, 2023 Um var að ræða einkar óvænt úrslit en fyrir leik dagsins var Wolfsburg með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Nú er liðið með 36 stig, fimm meira en Íslendingalið Bayern München sem á leik til góða.
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira