Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn á vinstri kanti þegar Orlando City og FC Cincinnati gerðu markalaust jafntefli. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í deildinni.
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í miðverði þegar lærisveinar Wayne Rooney í D.C. United töpuðu 2-0 fyrir Columbus Crew. Þá kom Þorleifur Úlfarsson inn af bekknum í 3-0 tapi Houston Dynamo gegn New England Revolution.
Orlando City er í 6. sæti Austurdeildar með 4 stig að loknum tveimur umferðum. D.C. United er í 8. sæti með 3 stig á meðan Houston Dynamo er í 14. og neðsta sæti Vesturdeildar án stiga að loknum tveimur umferðum.