Íhugar að fara í mál vegna ummæla í hlaðvarpsþætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 10:30 Mark Clattenburg er ekki sáttur. Shaun Botterill/Getty Images Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Danny Simpson var hluti af Leicester City liðinu sem varð Englandsmeistari vorið 2016. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Manchester United, Newcastle United og Queens Park Rangers ásamt fleiri liðum. Simpson mætti í hlaðvarpið Undr the Cosh á dögunum og fór yfir feril sinn. Ásamt því að ræða það hvernig Cristiano Ronaldo aðstoðaði sig þegar hann var á stefnumóti með ungfrú Kaliforníu þá ræddi hann tímabilið sem Leicester City varð Englandsmeistari öllum að óvörum. Danny Simpson on Ronaldo changing the course of his date with Miss California pic.twitter.com/fXn7Q33HFp— UndrTheCosh (@UndrTheCosh) February 28, 2023 Þar sagði Simpson að í leik á síðari hluta tímabilsins hefði Clattenburg, þá einn af færustu dómurum Englands, sleppt því að reka Danny Drinkwater af velli og sagt í kjölfarið „Ég ætti að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið.“ „Ég held það hafi verið Drinkwater. Hann átti að fá annað gult spjald og Clattenburg hefði auðveldlega getað sent hann af velli en hann gerði það ekki,“ sagði Simpson enn fremur. I m sure people will laugh at this, but Danny Simpson suggesting Mark Clattenburg was biased towards Leicester in the 2015/16 damages the Premier League s integrity severely.That could be a serious scandal. pic.twitter.com/59F1dmTXiA— Alex Mitton (@Alexmitton10) March 2, 2023 Clattenburg dæmdi fjóra leiki hjá Leicester þetta tímabil en gaf Drinkwater aldrei spjald. Þeir leikmenn sem fóru í svörtu bókina hjá Clattenburg voru Robert Huth, þrisvar, og Jamie Vardy einu sinni. Clattenburg neitar ásökunum Simpson og segir að það sé fráleitt að hann hafi sagt slíkan hlut við leikmann Leicester. Nefnir hann sem dæmi að samstarfsmenn hans hefðu heyrt ummælin – ef þau væru sönn – í gegnum samskiptabúnað dómara. „Málið er nú komið til lögfræðingsins míns,“ sagði Clattenburg að endingu um málið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari. Danny Simpson var hluti af Leicester City liðinu sem varð Englandsmeistari vorið 2016. Hann lék einnig fyrir lið á borð við Manchester United, Newcastle United og Queens Park Rangers ásamt fleiri liðum. Simpson mætti í hlaðvarpið Undr the Cosh á dögunum og fór yfir feril sinn. Ásamt því að ræða það hvernig Cristiano Ronaldo aðstoðaði sig þegar hann var á stefnumóti með ungfrú Kaliforníu þá ræddi hann tímabilið sem Leicester City varð Englandsmeistari öllum að óvörum. Danny Simpson on Ronaldo changing the course of his date with Miss California pic.twitter.com/fXn7Q33HFp— UndrTheCosh (@UndrTheCosh) February 28, 2023 Þar sagði Simpson að í leik á síðari hluta tímabilsins hefði Clattenburg, þá einn af færustu dómurum Englands, sleppt því að reka Danny Drinkwater af velli og sagt í kjölfarið „Ég ætti að reka þig af velli en ég vil að þið vinnið.“ „Ég held það hafi verið Drinkwater. Hann átti að fá annað gult spjald og Clattenburg hefði auðveldlega getað sent hann af velli en hann gerði það ekki,“ sagði Simpson enn fremur. I m sure people will laugh at this, but Danny Simpson suggesting Mark Clattenburg was biased towards Leicester in the 2015/16 damages the Premier League s integrity severely.That could be a serious scandal. pic.twitter.com/59F1dmTXiA— Alex Mitton (@Alexmitton10) March 2, 2023 Clattenburg dæmdi fjóra leiki hjá Leicester þetta tímabil en gaf Drinkwater aldrei spjald. Þeir leikmenn sem fóru í svörtu bókina hjá Clattenburg voru Robert Huth, þrisvar, og Jamie Vardy einu sinni. Clattenburg neitar ásökunum Simpson og segir að það sé fráleitt að hann hafi sagt slíkan hlut við leikmann Leicester. Nefnir hann sem dæmi að samstarfsmenn hans hefðu heyrt ummælin – ef þau væru sönn – í gegnum samskiptabúnað dómara. „Málið er nú komið til lögfræðingsins míns,“ sagði Clattenburg að endingu um málið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Jorge Costa látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira