Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 07:00 Amanda Stavely (fyrir miðju) er á meðal eigenda Newcastle og átti milligöngu um kaup PIF á félaginu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum. Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum.
Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira